Um kór okkar
Upplýsingar
Tími | Staður |
---|---|
Miðvikudaga 19:00 - 21:00 |
Kvennakór Ísafjarðar var stofnaður í ágúst 2006 og starfaði fyrstu árin undir stjórn Bjarneyjar Ingibjargar Gunnlaugsdóttur. Fyrstu tónleikar kórsins voru jólatónleikar í desember 2006 og þar sungu 25 konur með kórnum. Frá stofnun kórsins hafa verið haldnir tónleikar að hausti og að vori. Í nokkur skipti hafa tónleikarnir verið í samstarfi við aðra kóra og einnig hefur fjölmargt tónlistarfólk, bæði söngvarar og hljóðfæraleikarar, tekið þátt á tónleikum kórsins.
Kvennakór Ísafjarðar söng með á kóramóti í Mývatnssveit vorið 2007 og 2009, á Selfossi 2011 og á Akureyri 2014. Haustið 2016 fór kórinn til Salzburg þar sem haldnir voru tónleikar í samstarfi við kór heimamanna, auk þess sem Kaufering, vinabær Ísafjarðar í Þýskalandi, var heimsóttur. Kvennakór Ísafjarðar hélt Landsmót íslenskra kvennakóra á Ísafirði í maí 2017. Þá stökk Beata Joó inn sem kórstjóri í forföllum Bjarneyjar Ingibjargar.
Haustið 2017 tók Beata Joó við stjórn kórsins og undir hennar stjórn fór kórinn á kóramót í Pezaro á Ítalíu í maí 2019 og kom heim með verðlaun úr tveimur flokkum úr þeirri ferð.
Haustið 2019 tók Dagný Arnalds við sem kórstjóri og stjórnaði hún kórnum í einn vetur, til vors 2020. Kórinn náði að halda jólatónleika undir stjórn Dagnýjar en starfið á vorönninni var háð Covid-takmörkunum og því lítið hægt að gera, samt sem áður héldust æfingar gangandi á Zoom á meðan á þessu tímabili stóð.
Haustið 2020 tók Beata Joó aftur við sem kórstjóri og undir hennar stjórn réðst kórinn í upptökur á 6 lögum vorið 2021 sem hægt er að nálgast á Spotify.
Haustið 2021 tók Bergþór Pálsson við sem stjórnandi kórsins og fórum við á Landsmót íslenskra kvennakóra 2023 undir styrkri stjórn hans.
Haustið 2024 tók Rúna Esradóttir við sem stjórnandi.